149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

301. mál
[15:29]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér greiðum við atkvæði um mikilvægt frumvarp er lýtur að því efla enn frekar rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun hér á landi. Það var einhugur í nefndinni um mikilvægi þessa frumvarps og að samþykkja það. Umsagnir sem bárust um málið voru jákvæðar og gekk nefndin jafnvel enn lengra en ráðherrann hafði gert með því að opna á að stjórnarmenn fái jafnframt þann skattafslátt þegar þeir fjárfesta í fyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum. Jafnframt nemum við úr gildi tímalengdina á aðstoð við nýsköpunarfyrirtæki, þ.e. niðurgreiðslur, til að tryggja að þessi fyrirtæki sjái svolítið fram í tímann hvað þetta varðar. Ég held að við þingheimur getum verið ánægð með að samþykkja þetta mikilvæga frumvarp, enda stendur ríkisstjórnin og þingheimur allur, að ég held, fyrir því að efla nýsköpun hér á landi. Það skiptir okkur öllu máli. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)