149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

301. mál
[15:33]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hér upp til að lýsa stuðningi þingflokks Pírata við þetta ágæta mál. Hv. þm. Smári McCarthy er í útlöndum á vegum þingsins, en ég veit að hann stendur heils hugar að baki þessu máli og fagnar því að það sé nú á leiðinni í gegnum þingið. Það gerum við öll í Pírötum enda styðjum við við nýsköpun og þróun.

Ég tek undir orð hæstv. forsætisráðherra: Nýsköpun og þróun er lykillinn að framtíðinni og við verðum að hlúa vel að þessum greinum ef við ætlum að standa okkur vel inn í komandi tíma.