149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

almannatryggingar.

12. mál
[15:42]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mér finnst mikilvægt að koma hérna upp. Klukkan er farin að halla í fjögur og þetta er fyrsta tækifærið sem ég hef til að vera jákvæð í dag þannig að ég ætlaði að lýsa yfir ánægju minni með þetta mál. Ég þakka hv. þingflokki Framsóknarflokksins fyrir að leggja þetta mál fram og lýsi yfir ánægju minni með einhug í velferðarnefnd og þá vinnu sem þar átti sér stað, sem endaði í ákveðinni útvíkkun á málinu þannig að það nær til enn fleiri en upphaflega.

Ég lýsi yfir ánægju minni með að fá að vera á þessu frumvarpi sem áheyrnarfulltrúi í velferðarnefnd og er samþykk því.