149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

almannatryggingar.

12. mál
[15:43]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er til mikilla bóta að þetta mál fái framgöngu á þinginu. Skert réttindi þeirra sem misst hafa maka sína og foreldri barna sinna miðað við þá sem hafa hreinlega ákveðið að slíta samvistum, hafa verið átakanleg. Auðvitað á ríkið að taka þátt í greiðslu á tilfallandi kostnað við barnauppeldi, alveg eins og þeir foreldrar sem greiða meðlag. Í mörgum tilvikum hefur þessi hópur enga aðstoð, ekkert bakland og engan stuðning nema þann sem ríkið veitir. Hér er mál sem allir þingmenn mega vera stoltir af að hafa léð brautargengi. Þetta er gott mál.