149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

almannatryggingar.

12. mál
[15:43]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að þetta frumvarp sé komið til atkvæðagreiðslu og verði að lögum. Það fjallar um hag og velferð barna og þá vil ég sérstaklega nefna þann hóp barna sem misst hefur foreldri sitt. Það er hópur sem taka þarf vel utan um og huga þarf að svo breytingar og inngrip við þann alvarlega atburð að missa foreldri hafi ekki meiri áhrif en þarf. Það mun fylgja þeim alla tíð. Það er margt sem þarf að laga og þetta er einn liður í því, sem ég fagna að þingið taki fyrir. Við höfum verið að laga eitt og eitt atriði og þurfum að halda áfram á þeirri braut, að huga að þessum hópi barna og tryggja velferðarkerfið og stuðninginn við þau sem best við getum.