149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

almannatryggingar.

12. mál
[15:44]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er sérstakt fagnaðarefni að þetta mál sé komið til atkvæða. Hér er á ferðinni eitt af miklum réttlætismálum. Við bætum hag tiltölulega lítils og afmarkaðs hóps sem orðið hefur fyrir áföllum í lífinu eða á undir högg að sækja af öðrum ástæðum. Það er mikið fagnaðarefni að þingið skuli sýna samstöðu og er ástæða til að fagna því að hv. velferðarnefnd skuli hafa náð fullri samstöðu í þessu góða máli.