149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:18]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Því er ekki að leyna að umfjöllunin um skimanir er að sumu leyti mjög skyld því frumvarpi sem hér er til umræðu. En ég vil nefna það fyrst, af því að hv. þingmaður talar um að það sé mikilvægt, að hér er algerlega verið að útrýma flokkun á fólki, þá á ég við fatlað fólk annars vegar og hins vegar það sem er ófatlað. Við erum líka að útrýma skilunum á milli mismunandi tegunda af félagslegum ástæðum, þ.e. við skiljum ákvörðunina eftir hjá konunni sjálfri þar sem ákvörðunin á heima og þar sem hún á að vera.

En varðandi skimanirnar hef ég óskað eftir því að farið sé yfir það sérstaklega með hvaða hætti við vinnum skimanir á Íslandi. Þá er ég að tala um krabbameinsskimanir, en ekki síður skimanir, fósturskimanir, og hvaða ástæður liggja þar að baki, hvaða faglegt og heilbrigðispólitískt mat liggur þar til grundvallar. Ég tel að við eigum að halda þeirri spurningu vakandi og hef falið tilteknum hópi að vinna úr þeirri stöðu.