149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:22]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra yfirferðina. Ég er með eina fyrirspurn: Hefur hæstv. ráðherra ekki áhyggjur af því að þessi breyting, að lengja tímann sem fóstureyðing er heimiluð, verði nýtt af geðþótta, t.d. eftir 20 vikna sónar þegar hægt er að vita kyn barnsins?