149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:23]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og fram kom í svari mínu við andsvari við spurningu hv. þm. Hönnu Katrínar Friðriksson eru engar vísbendingar um það í þeim löndum í kringum okkur þar sem þessi aldursmörk eru rýmri að til verði einhvers konar geðþóttaþungunarrof. Ég tel ekki ástæðu til að hafa frekari áhyggjur af því hér.