149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:23]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Þakka hæstv. ráðherra svarið. Hæstv. ráðherra minntist á löggjöf í öðrum löndum. Í Bretlandi, held ég að sé alveg örugglega rétt hjá mér, er óheimilt að fá að vita kyn barns þar til svokallaður frestur er liðinn. Ég tek það fram að ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi, en hefur þetta komið til álita að það verði óheimilt að vita kyn barns þar til þessi frestur, 21 vika og sex dagar, er liðinn?