149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:25]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Við erum hér að ræða mjög stórt og mikið mál sem fylgja miklar tilfinningar og sterkar skoðanir á báða, eða alla bóga kannski, það er kannski ekki um tvennt að ræða í þessu. Ég vil fyrst segja að það er mikið fagnaðarefni að í þessu frumvarpi er kveðið skýrt að orði um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, að hann sé óskoraður í þessum efnum. Það held ég að sé gríðarlega mikilvægt að svo sé um hnúta búið. Hér er líka verið að tala um hvenær heimilt sé að beita þungunarrofi, eða að kona taki ákvörðun um þungunarrof. (Forseti hringir.) Fram kom í máli manna áðan að sums staðar væru engin sérstök tímamörk á því. Hefur ráðherrann eitthvað (Forseti hringir.) skoðað hvort það ætti jafnvel að ganga enn lengra og hafa engin tímamörk?