149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:29]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir mikilvægi þess. Það kemur auðvitað fram í frumvarpinu sjálfu, eins og hv. þingmaður bendir á. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi sex mánuðum eftir að þau eru samþykkt og þá hafi viðkomandi aðilar þann tíma sem þarf til að bæta um betur þegar um fræðslu er að ræða. En ég vil líka nefna það hér, af því að nú fer málið til hv. velferðarnefndar, að ég held að það sé mjög mikilvægt að nefndin taki sérstaklega utan um þann þátt málsins vegna þess að þar munum við kannski fyrst og fremst finna fyrir breytingunni, þ.e. að tryggja að samfélagið standi undir nafni, að konur geti nýtt þennan sjálfsákvörðunarrétt og hafi allar þær upplýsingar og þann stuðning sem þarf til að þær geti notið þess réttar sem þeim ber.