149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:32]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrst leiðrétta það sem fram kom í orðum mínum áðan. Það liggur fyrir í frumvarpinu að lögin taki gildi 1. febrúar og er svo í frumvarpinu sem hér er til umræðu.

Hv. þingmaður staldrar sérstaklega við þá ákvörðun um að leggja til 22 vikur. Eins og staðan er núna fer sannarlega fram þungunarrof allan þennan tíma, þ.e. fram að lokum 22. viku. Það sem við erum að segja í þessu frumvarpi er að það sé tryggt að ákvörðunin sé konunnar alla leið, ekki bara fram að tilteknum tíma og þá taki við einhvers konar sérfræðingar eða nefnd eða eitthvað annað, heldur sé þessi ákvörðun aldrei af henni tekin í því ferli og á því tímabili sem hér er undir. Eftir sem áður, rétt eins og er í núgildandi lögum og eins og er í lögunum í löndunum í kringum okkur, er það svo að ef lífi konunnar stafar hætta af þunguninni (Forseti hringir.) taka auðvitað við önnur rök. En þarna erum við að tala um að þegar ákvörðunin er tekin yfir höfuð þá sé hún alltaf konurnar.