149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:33]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá langar mig aðeins að staldra við 5. gr. þar sem talað er um að sjálfsákvörðunarréttur stúlkna yngri en 18 ára til að fara í þungunarrof sé virtur, án aðkomu foreldra. Mig langar aðeins að koma að því hvernig það er hugsað í sambandi við að það er skylda foreldra að styðja barn sitt. Ég tek undir varðandi sjálfsákvörðunarréttinn, en ég verð að koma að því að þegar svo ung stúlka fer í fóstureyðingu eða þungunarrof þarf hún mikinn stuðning á eftir. Hvernig er skyldu foreldra við barnið háttað í því efni? Eiga foreldrar ekki rétt á að fá að vita um ákvörðun barnsins þó að þau geta ekki gripið inn í hana?