149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:54]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið aftur. Hv. þingmaður talar um þessi þrjú skilyrði sem sett eru í gildandi lögum um ástæður þess að geta farið í fóstureyðingu. Ég veit ekki til þess að þær ástæður séu einhverjum breytingum háðar í nýju frumvarpi hæstv. heilbrigðisráðherra. Einungis er verið að lengja tímann í 22 vikur. Það er enn verið að tala um ástæðurnar séu félagslegir erfiðleikar, læknisfræðilegir og ef um nauðgun hefur verið að ræða. Þó svo að við vitum hvernig það félagslega hefur vaxið, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að ég hef sagt nákvæmlega það sem ég hef um þetta frumvarp að segja.