149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[16:58]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru einfaldlega ýmsar konur sem eiga sér engan málsvara í máli hv. þm. Ingu Sæland, konurnar sem þú telur að eigi alltaf að átta sig á því að þær séu óléttar fyrir þessar 12 vikur. Ég velti einfaldlega fyrir mér: Finnst hv. þingmanni við bara eiga að setja endanleg mörk þar? Eigum við að ræða það? Hvað með konu sem er í mikilli fíkniefnaneyslu og í engu ástandi til að átta sig á því að hún sé ólétt og áttar sig á því seinna og hefur enga burði til þess, vilja, þrek, orku eða heilsu til að eignast barn? Hvað með 13 ára barnið sem verður ólétt? Það eru þessar konur sem átta sig einmitt ekki á því fyrir tólftu viku og þurfa að eiga sér málsvara í öðrum konum á þinginu af því að við virðum sjálfsákvörðunarrétt þeirra og vilja. Við getum rætt hér málefnalega um þennan vikufjölda, en við þurfum að sleppa því að tala niður til kvenna (Forseti hringir.) sem eru að horfa á okkur sem hafa tekið þessa ógeðslega erfiðu ákvörðun. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)