149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[17:00]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið. Engri konu, ekki heldur fíkniefnakonunni sem hv. þingmaður talaði um sem fattaði það löngu seinna að hún væri barnshafandi og þurfti að fá hjálp, var meinað um fóstureyðingu árið 2017, ekki heldur ungu stúlkunni, ekki heldur þeirri sem var nauðgað. Engri konu var meinað um fóstureyðingu árið 2017. Ekki einni. (Gripið fram í.)

Ég get líka bætt öðru við. Já, ég vildi gjarnan sjá það fest í lög að 12 vikur væru meginregla þó að annað kæmi út úr því þegar betur er að gáð því að við höfum alltaf undantekningar frá meginreglunni. En, já, hv. þingmaður, 12 vikur eru í mínum huga meira en nóg.