149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[17:15]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég verð að viðurkenna að það sýður dálítið í mér blóðið við að hlusta á karlmann koma hingað upp í pontu og tala um hvernig ég eigi að haga mínum ákvörðunum varðandi mitt líf og minn líkama, en ég ætla bara að reyna að róa það aðeins niður og vera málefnaleg eins og ég get. Hv. þingmaður talar hérna um mannréttindi ófædds barns sem er samkvæmt öllum stöðlum ekki orðið lífvænlegt. Þá langar mig til að spyrja: Er hægt að telja það mannréttindi þegar það hefur áhrif á mannréttindi konunnar sem ber barnið? Ef þú ert að skerða mannréttindi konurnar? Er hægt að tala um mannréttindi sem skerða mannréttindi annarra?