149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[17:28]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Já, það er ánægjulegt að heyra að hv. þingmaður er alltaf jafn áhugasamur um trúmál (HHG: Nei.) og ekkert nema sjálfsagt að ræða þau mál við hann og vonandi sem oftast.

Í fyrsta lagi vil ég segja það áður en ég kem að þessari beinu spurningu, að eins og ég nefndi í ræðu minni hefur kirkjuþing ályktað um þessi mál. Þá vil ég spyrja hv. þingmann á móti: Er það óeðlilegt? Er það óeðlilegt að kirkjuþing álykti um svo mikilvægt mál? (Gripið fram í: Já.) Eflaust hafa einhverjir þá skoðun. Gott og vel.

En stutta svarið, af því að hv. þingmaður spurði hvað trúmál kæmu þessu við ætla ég að svara honum með einu versi úr spádómsbók Jeremía: (HHG: Bíðið nú.) Ég þekkti þig í móðurkviði.