149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[17:43]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir vel flutta ræðu. Ég nefndi það áðan í fyrirspurn til hæstv. ráðherra og í andsvari áðan hvernig löggjöfinni er háttað í Bretlandi þar sem það er óheimilt að gefa upp kyn barns fyrr en að frestur til þungunarrofs eða fóstureyðingar er liðinn. Vil ég spyrja hv. þingmann: Hvers vegna heldur hann að þau lög hafi verið sett?