149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[17:46]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið en það er mótsögn í svari hv. þingmanns vegna þess að í ræðu sinni lagði hún ríka áherslu á það að konur hugsuðu ekki þannig að þær veldu á milli kyns. En svo kemur hv. þingmaður hér nú í andsvari og segir að það sé sennilega ástæðan fyrir því (KÓP: Karlarnir setja lögin.) að þetta ákvæði var sett í Bretlandi, að sú hætta geti verið fyrir hendi að það sé valið milli kyns. Það gætti þannig mótsagnar hjá hv. þingmanni.

En ég þakka svarið og ég heyri að hv. þingmaður er þeirrar skoðunar að það komi vel til greina að ákvæði sem þetta, eins og er í Bretlandi, verði fært inn í þetta frumvarp. Og þó að ég sé á móti frumvarpinu styð ég það eitt og sér, en ég held að þetta sé nauðsynlegt að verði rætt innan nefndarinnar.