149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[18:45]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna og hlý orð í minn garð áðan. Hv. þingmaður vitnaði í að ég hefði sagt að fólk ætti ekki að ræða bara þetta atriði, að umræðan mætti ekki snúast um það, en ég lagði einnig áherslu á að við þyrftum að taka málefnalega umræðu um það og það var auðvitað í samhengi við að fólk hafði lýst andstyggð á öllu frumvarpinu. Því liggur beint við að spyrja hv. þingmann: Er hann á móti öllu frumvarpinu, sem mér fannst ekki almennt á ræðu hans? Eða er hann tilbúinn að taka málefnalega umræðu um þennan vikufjölda og hvernig við gerum það og háttum því til frambúðar sérstaklega, en lítum á alla kosti sem frumvarpið hefur burt séð frá því atriði?