149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[19:33]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmönnum þar sem þeir gera athugasemd við þessa því miður allt of dæmigerðu vinnu í þinginu. Komið er fram nánast nýtt frumvarp, má segja, ný samgönguáætlun, sem meiri hluti samgöngunefndar virðist ætla að þvinga í gegn. Hvar er kjarkurinn og þorið til að ræða þessa nýju samgönguáætlun? spyr ég. Þó að sannarlega séu ýmsir góðir og mikilvægir punktar í þessari spánnýju áætlun verður að gefa meira ráðrúm til samráðs og samtals innan þingsins áður en hún verður þvinguð í gegn. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um samráðsleysi þessarar ríkisstjórnar.