149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[19:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Gömlu og ekki góðu vinnubrögðin. Við erum komin með nýtt ferli í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem ríkisstjórnin setur sér stefnu og fjármögnun fyrir þá stefnu. Þar eigum við að vera. Við erum núna með fullfjármagnaða samgönguáætlun eins og hún er fyrir breytingar samkvæmt fjármálaáætlun. Ef það á að bæta í og gera nýja samgönguáætlun næsta vetur þýðir það að fjármögnun kemur fyrir hana í fjármálaáætlun í vor. Það er ekkert flókið. Það er meira að segja búið að boða frumvarp einmitt um þetta veggjaldadót allt. Hæstv. samgönguráðherra segir að við verðum að hafa kjark og þor til að klára þetta, kjark og þor til að fara gegn lögum um opinber fjármál með nákvæmlega þetta fjármögnunarferli. Hvað er hæstv. ráðherra að segja? Í samvinnu við ráðuneytið er komið með þessar veggjaldatillögur. Hann hefur greinilega ekki haft kjark og þor til að klára þetta sjálfur, heldur biður hann nefndina (Forseti hringir.) um að klára það fyrir sig. Hver er þá með kjark og þor í þessu máli eða skortir kjark?