149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[19:49]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Forseti. Enn leita ég á náðir stjórnarsáttmálans til að reyna að finna skýringar eða í sumum tilvikum reyndar til að sýna fram á hvað ríkisstjórnin er illa að sér í eigin stjórnarsáttmála. Í kaflanum um samgöngumál er talað um nauðsyn þess að byggja upp innviði og reyna að hraða viðhaldi og nýframkvæmdum. Í kaflanum um skatta segir svo, með leyfi forseta:

„Tímabært er að huga að heildarendurskoðun gjaldtöku í samgöngum, svokölluðum grænum sköttum og skattaívilnunum, þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum.“

Hér er ekki vikið einu aukateknu orði að þeirri gjaldtöku sem fyrirhugað er að fara í núna, enda var það kannski ekkert skrýtið þegar stjórnarsáttmálinn (Forseti hringir.) var saminn þar sem það var beinlínis yfirlýst stefna a.m.k. tveggja ríkisstjórnarflokka að veggjöld kæmu ekki til greina.