149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[19:53]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Virðulegur forseti. Samgönguáætlun er það sem brennur á mönnum. Er það samgönguáætlunin sem við samþykktum í haust? Nei, það er ekki hún, það er einhver ný. Hefur hún fengið umfjöllun? Hefur hún farið í þetta hefðbundna lýðræðislega ferli sem við þekkjum? Nei. Veit þingheimur út á hvað þessi nýja samgönguáætlun gengur? Nei, kallað er eftir því. Við erum að tala um breytingar eftir því sem næst verður komist, mestu breytingar í umferðarmenningu á Íslandi og umferðarháttum sem þekkjast, bæði hvað varðar gjaldtöku og uppbyggingu. Það þarf að vanda. Okkur sýnist það ekki vera gert í þessu tilviki og köllum eftir vandaðri umgjörð.