149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[19:59]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég ítreka að ég held að við eigum töluvert órætt. Það getur vel verið að umhverfið á Íslandi sé að breytast þannig að við þurfum að fara að leita að öðrum gjaldstofnum sem fjármagna vegaframkvæmdir. Það er eflaust þannig. Ég ætla ekki að útiloka að það verði gert með einhvers konar gjaldtöku, en þá þarf hún í fyrsta lagi að vera þannig að hún skiptist jafnt og að raunverulega sé hægt að leggja gjald á notkun en það falli ekki þyngst á ákveðin svæði. Það þarf að skoða hvernig hún leggst á þjóðfélagshópa, það getur verið erfitt fyrir fólk sem á ekki mikla peninga að fá þetta ofan í kaupið.

Mér finnst umræðan ekki komin nógu langt. Mér finnst að við eigum að bíða eftir að fá frumvarp um gjaldtökuna. Við getum svo rætt það og þá getum við tekið ákvörðun um hvernig við ætlum að verja peningunum.