149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[20:16]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég gæti tekið upp þráðinn þar sem hv. þm. Guðmundur Andri Thorsson sleppti honum, þ.e. við erum að tala um gríðarlega mikilvæga uppbyggingu á innviðum sem varðar allan almenning mjög mikið. Í Kastljósinu áðan sagði hæstv. samgönguráðherra einmitt að málið væri ekki mælt í kílómetrum af lögðum vegi heldur í lífsgæðum og heilsu og því að koma fólki heilu á milli staða. Við erum því kannski að tala um eitt stærsta mál samtímans, mál sem varðar okkur svo mikið inn í langa framtíð. Og þá verð ég að vitna enn einu sinni í stjórnarsáttmálann sem segir beinlínis að um öll stór mál sem varða okkur til langrar framtíðar sé gríðarlega mikilvægt að náist (Forseti hringir.) samhljómur allra flokka, sem breiðust samstaða a.m.k. Engin tilraun hefur verið gerð til þess í málinu.