149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[20:28]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég biðst velvirðingar á því að hafa verið hissa áðan þegar hæstv. forsætisráðherra var kölluð hingað upp fyrir okkur öll.

(Forseti (ÞorS): Kemur fyrir okkur öll.)

Ég áttaði mig ekki á því en mér er bæði skylt og reyndar ljúft að víkja hvenær sem er úr ræðustól fyrir hana.

Mér fannst líka býsna skemmtilegt það andrúmsloft sem myndaðist þegar herra forseti sat fyrir aftan mig og forseti þingsins var svo í rökræðum við hv. þm. Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur. Það vantaði ekkert annað en að hv. þm. Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti, blandaði sér inn í þetta. Og allt í einu hugsaði ég: Kannski ættu fundirnir okkar að vera svolítið óformlegri, þannig að við sætum bara og spjölluðum saman. [Hlátur í þingsal.]

En ég hlakka til að mæta á fund hjá hæstv. forsætisráðherra í kvöld og við skulum vona að hún leggi eitthvað á borðið sem við getum öll sæst á. (Gripið fram í: Þó ekki …)