149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[20:31]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Það er af mörgu að taka. Mig langar að gera að umtalsefni innkomu hæstv. forsætisráðherra. Það var ánægjulegt að heyra að verið er að hlusta þar. Ástæðan fyrir því hins vegar að við stöndum hér er að það var ekki hægt að skilja og er ekki hægt að skilja orð starfandi formanns umhverfis- og samgöngunefndar öðruvísi en hann ætlaði að taka málið út úr nefnd á morgun eða daginn þar á eftir. Hann var enn skorinorðari í útvarpi eða sjónvarpi á sama tíma og nefndarfundir fóru fram. Það væri því vel þegið að fá svolítið skýrari leiðsögn frá hæstv. ríkisstjórn eða stjórnarliðum um hvorn aðilann maður á að hlusta á.

Svo verð ég að segja að ég sakna þess eiginlega að heyra í öðrum hv. þingmönnum meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar. (Forseti hringir.) Þeir hafa ekki haft sig mikið frammi á nefndarfundum. (Forseti hringir.) Þeir hafa ekkert haft sig í frammi í málinu hér. Mér þætti gaman og áhugavert (Forseti hringir.) og það gæti jafnvel verið svolítið upplýsandi að fá skoðun þeirra á stöðunni.