149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[20:36]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Nýbakað heiðurslaunaskáld okkar Íslendinga, Bubbi Morthens, orti í einum af sínum ódauðlegu kvæðum: Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær. Mér verður stundum hugsað til þessarar línu þegar ég er hér við störf á Alþingi Íslendinga eða það væri kannski þúsund bálkar á færibandinu þokast nær vegna þess að við erum stundum hérna inni eins og við færiband þar sem við stimplum og stimplum lög sem okkur berast frá Evrópu, og við höfum athugasemdir við það, en líka úr ráðuneytum og jafnvel frá einhverjum flokksskrifstofum. Við erum sem sagt hér að ræða um fundarstjórn forseta en við erum ekki enn þá farin að ræða um samgönguáætlun. Okkur langar til að ræða um samgönguáætlun. Við þurfum að ræða vel og lengi um samgönguáætlun. Þrír dagar til þess er náttúrlega með öllu fráleitt.