149. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2018.

Þjóðarsjóður.

434. mál
[18:30]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Það er þannig með fjárfestingarstefnu sem þessa að þegar þarf að fjárfesta í hlutabréfum víða um heim, eins og norski olíusjóðurinn hefur gert, getur verið vandasamt að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafa algjörlega hreinan skjöld vegna þess að það er hægt að fara á bak við þá hluti með ýmsum hætti, eins og við þekkjum. Þess vegna er afar brýnt fyrir orðstír Íslands að við fjárfestum ekki í fyrirtækjum sem viðhafa vopnaframleiðslu, við erum jú vopnlaus þjóð og þjóð án vopnaframleiðslu, sem er gríðarlega góður orðstír í samfélagi þjóðanna.

Ég vil nota tækifærið og segja örstutt að mér finnst það vera svolítill veikleiki í þessu að ekki kemur fram hver hafi eftirlit (Forseti hringir.) með stjórninni, ef hæstv. ráðherra gæti aðeins komið inn á það.