149. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2018.

Þjóðarsjóður.

434. mál
[18:32]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má segja að við gætum efnt til þó nokkurrar umræðu um það hvers beri að varast í stórum heimi varðandi fjárfestingarnar. Ég held að rétt sé hjá hv. þingmanni að það getur verið auðvelt að gera mistök í því efni vegna þess hve flókin viðskiptaveröldin er orðin. Ég held samt að við hljótum að geta verið sammála um þetta meginmarkmið og að menn gái a.m.k. að sér við slíkar fjárfestingar og hafi þessa stefnu og fylgi henni eftir, m.a. í samningum við þá aðila sem taka að sér að sjá um dagsdaglegar fjárfestingar.

Varðandi eftirlitið sé ég fyrir mér að stjórnin skili skýrslum um gang mála. Það er engin ástæða til annars en að fullt gegnsæi sé um þá hluti og það sé opinbert og eftir atvikum geti þingið kallað eftir nánari skýringum.