149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

skortur á hjúkrunarfræðingum.

[10:44]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Við erum orðin of vön því að afgreiða þetta tiltekna mál á fjárauka. Það hefur staðið til of lengi að ljúka samningum um þetta mál þannig að þeir geti verið í gildi og við getum gert ráð fyrir þessum samningsgreiðslum í fjárlögum. Ég hef látið þess getið hér í umræðum um þetta mál að ég sé orðinn mjög vongóður um að nú loksins séum við að ná samningum þannig að þetta verði ekki fjáraukalagamál í framtíðinni.

Það er rétt, sem hv. þingmaður segir, það endurspeglast í fjölda sóknarbarna hverjar greiðslurnar eru og skipting þeirra. Ég er ekki með þetta allt í kollinum á mér en ég hefði haldið að það væri auðsótt að fá nákvæmar tölur um skiptinguna og útlistun á fjárhæðum í nefndarstarfinu.