149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

persónuupplýsingar í sjúkraskrám.

[10:50]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka dómsmálaráðherra fyrir svörin en ég var að tala um sjúkraskrárupplýsingar sem dómstólar hafa og birta. Það sem almenningur veit ekki og aðrir vita ekki er það hvernig er komið fram við vitni fyrir dómstólum. Það er hægt að rekja til vitnanna mjög persónulegar upplýsingar. Þær sem ég hef séð eru skelfilegar. Ég myndi ekki vilja sem vitni þurfa að upplýsa slíkt fyrir dómi. Það ætti ekki að vera hægt að komast bara í þetta óvarið á nafni og kennitölu. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að við verndum þá sem þurfa og neyðast til og verða að mæta fyrir dómi til að bera vitni, að ekki sé hægt að rekja til þeirra svo viðkvæmar persónuupplýsingar að það er meira að segja hægt að nota upplýsingarnar til að skaða viðkomandi einstaklinga.