149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019.

2. mál
[11:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú erum við að fara að greiða atkvæði um forsendur fyrir fjárlög sem stjórnarmeirihlutinn er búinn að samþykkja. Allar tillögur okkar í Samfylkingunni voru felldar við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Þar voru líka tillögur um barnabætur og húsnæðisbætur. Stjórnarmeirihlutinn og ríkisstjórnin hunsa einnig kröfur verkalýðshreyfingarinnar um að þau jöfnunartæki sem ríkið hefur tök á að nota verði nýtt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtir ekki þau jöfnunartæki sem tiltæk eru.

Við í Samfylkingunni getum ekki stutt þetta frumvarp. Það er þó eitt atriði sem er jákvætt og við munum styðja og það er lækkunin á tryggingagjaldinu. Annars getum við ekki stutt frumvarp sem sýnir svo vel forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og þá kjánalegu stöðu sem við erum í hér, að eiga að greiða atkvæði um forsendur fyrir fjárlög sem búið er að samþykkja.