149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019.

2. mál
[11:20]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Húsnæðisstuðningur hefur lækkað á árunum 2013–2017 að raungildi um 70%. Á þeim tíma hefur heimilum sem njóta hans fækkað um 19.000. Stjórnarliðar felldu tillögur Samfylkingarinnar um hækkun vaxtabóta við afgreiðslu fjárlaga á sama tíma og tugþúsundir eru í verulegum vandræðum á erfiðum húsnæðismarkaði. Samfylkingin mótmælir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.