149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019.

2. mál
[11:24]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er í sjálfu sér hressandi fyrir sálartetrið rétt fyrir jól að geta komið upp og verið jákvæður út af einhverju sem þessi ríkisstjórn gerir. Þetta er vissulega mikilvægt skref. Hér er um að ræða álögur sem leggjast þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki, ekki síst á fyrirtæki sem byggja á hugviti, byggja á tækni, byggja á nýsköpun, sem eru einmitt þær greinar sem við þurfum að leggja ofuráherslu á ef við eigum að fóta okkur í flókinni framtíð tæknibreytinga á næstunni. Því miður er þetta eina vísbendingin um að ríkisstjórnin átti sig á því inn í hvaða framtíð við erum að ganga.