149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

umboðsmaður barna.

156. mál
[11:29]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. velferðarnefnd fyrir vinnu hennar að þessu máli sem ég tel mikið framfaramál, máli sem ætlað er að styrkja embætti umboðsmanns barna og hlutverk umboðsmannsins við að halda betur utan um gögn um börn, sem hefur verið mikilvægt að bæta, og sömuleiðis að styrkja rödd barna með sérstöku barnaþingi. Mér þótti vænt um að heyra þær umræður sem áttu sér stað í þingsal um þetta mál þar sem ég heyrði frá öllum þeim þingmönnum sem töluðu, mikla ánægju með þessa tillögu og mikinn áhuga á að fá að taka þátt í stefnumótun ásamt börnum. Ég held að þetta sé alveg gríðarlega mikilvægt lýðræðismál og fagna þeirri góðu samstöðu sem myndast hefur um málið í þinginu.