149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

157. mál
[11:33]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér greiðum við atkvæði um að framlengja bráðabirgðaákvæði sem veitir samtökum aðila vinnumarkaðarins heimild til að gera með sér samkomulag um að víkja frá ákvæðum laga um hvíldartíma og næturvinnu þeirra starfsmanna sem vinna við notendastýrða persónulega aðstoð. Best hefði verið ef ráðuneytið hefði verið búið að finna framtíðarlausn á þessu vinnufyrirkomulagi. En svo er ekki þannig að mig langar til að ítreka mikilvægi þess að á næsta ári verði mörkuð skýr stefna um framtíðarstarfsumhverfi þessarar mikilvægu þjónustu svo við þurfum ekki að standa hér aftur eftir ár og samþykkja bráðabirgðalög um þjónustuna.