149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

157. mál
[11:35]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil nefna eitt varðandi það mál sem við greiðum atkvæði um, að þessi undanþága sem við erum að framlengja snýr að báðum hópunum, bæði þeim sem þiggur þjónustuna og þeim sem veitir hana. Það er mikilvægt að undanþágan sé ívilnandi fyrir báða aðila og sé hagkvæmari. Það er nauðsynlegt í báðum tilvikum, bæði til þess að þeir sem veita þessa þjónustu geti átt betra með að veita hana og sinnt hlutverki sínu betur, og að það komi hagsmunum þeirra betur sem þurfa að þiggja hana. Þess vegna er mjög mikilvægt að fundin sé lausn þannig að réttindi allra í þessu máli séu tryggð. En vegna eðlis þeirrar þjónustu sem við ræðum hér, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, liggur í augum uppi að það verður að fara eitthvað út fyrir núverandi vinnuverndarlöggjöf og þarf að finna sameiginlegar leiðir í því sem fyrst.