149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

umboðsmaður Alþingis.

235. mál
[11:40]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Píratar fagna þessu frumvarpi sérstaklega. Grunnstefna okkar snýst í meginatriðum um að vernda og efla borgararéttindi og lýðræðisumbætur. Þetta eru þau borgararéttindi sem hvað mikilvægast er að vernda, þ.e. að fólk sé ekki pyndað, að það megi ekki búast við því að vera pyndað eða beitt ómannúðlegri meðferð.

Nú er verið að fela umboðsmanni Alþingis — svo fólk heima fyrir skilji hvað það er þá er það undirstofnun Alþingis sem á að hafa eftirlit með stjórnvöldum, og líka í þessu tilfelli að hafa eftirlit með því ef einkaaðilar hýsa aðila sem hafa verið frelsissviptir. Og að þessi aðili hafi í okkar umboði eftirlit með því að ekki sé farið með fólk á ómannúðlegan hátt eða verið sé að pynda fólk sem hefur verið frelsissvipt. Við fögnum þessu máli sérstaklega.