149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa.

266. mál
[12:07]
Horfa

Frsm. velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur fyrir spurningarnar. Hún spyr um hjálpartækin. Þau hjálpartæki sem um er að ræða eru tengd meðgöngu, geta verið tengd meðgöngu, brjóstagjöf og eins fæðingu. Ég kann kannski ekki alveg nöfnin á þeim, en þetta eru þau hjálpartæki sem eru til þessa bær.

Vottorð varðandi hjálpartækin. Það var ekki tekið á því í nefndinni, þannig að ég hef svo sem ekki frekari upplýsingar. En við töluðum um hvernig við gætum eða hvort ástæða væri til að reyna að rýmka þetta enn frekar, og eins og kemur fram í nefndarálitinu vildum við sjá hvernig þessi útfærsla kæmi út áður en við færum að beina því til — eða eins og segir í álitinu að: „það skref sem lagt er til með þessu frumvarpi felur í sér töluvert aukna ábyrgð …“ og beinir nefndin „því til velferðarráðuneytisins að fylgjast með framkvæmd ákvæða frumvarpsins og huga að því í framtíðinni hvort“ hægt væri að veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum enn rýmri ákvæði til að ávísa frekari lyfjum þá, sérstaklega eins og við erum að hugsa um og talað var um í nefndinni, til aðstoðar í fæðingu eða brjóstagjöf eða annað, en við töldum að betur færi á því að reynsla kæmi á þetta.