149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa.

266. mál
[12:18]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að við hv. þingmaður séum sammála í því að tækifæri séu víða í heilbrigðiskerfinu og að gera mætti enn betur, en ég ítreka samt að ég held að heilbrigðiskerfið okkar sé gott. Okkur hættir til að tala það of mikið niður, en í öllum alþjóðlegum mælikvörðum held ég að íslenskt heilbrigðiskerfi sé gott, þó að mjög mörg tækifæri séu til að gera enn betur. Ég er kannski sérstaklega, ég held einmitt að hv. þingmaður hafi í ræðu sinni bent á það hvar hægt er mögulega að hagræða og kannski er það aðallega í veita betri þjónustu þannig að sjúklingar þurfi ekki að fara á milli staða eða milli aðila til að fá bót meina sinna.

Ég styð nefndina í því sem þar kemur fram varðandi það að ávísa hjálpartækjum og mér finnst full ástæða til að ráðuneytið skoði það. Við fylgjumst vel með og vonandi höfum við tækifæri til þess innan skamms að gera enn frekari breytingar hvað þetta varðar, fyrst og fremst sjúklingum til heilla.