149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

svar við fyrirspurn.

[13:35]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Ég kem hingað upp til að taka undir það sem sagt hefur verið um þetta mikilvæga mál. Við alþingismenn gegnum mikilvægu eftirlitshlutverki og hér er um verulega háa fjárhæð að ræða, eina 57 milljarða minnir mig, og það er fullkomlega eðlilegt að gegnsæi ríki um söluna á þessum 3.600 íbúðum.

Ég skil ekki hvers vegna þetta tekur svona langan tíma. Það er ekki hægt að álykta á annan veg en að hér sé verið að fela eitthvað. Þess vegna er afar brýnt að fylgja málinu eftir og ég hvet hæstv. forseta til að hjálpa okkur í þessari mikilvægu beiðni. Eins og kom fram hjá hv. þingmanni eru margar fjölskyldur á bak við þessar eignir og það er að sjálfsögðu skýr krafa að þær fjölskyldur fái líka að vita hverjir eignuðust þessar eignir.