149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

svar við fyrirspurn.

[13:36]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Forseti. Eins og við þekkjum er allt of mikið um að ráðherrar skili seint og illa svörum við fyrirspurnum og uppfylli ekki skyldur sínar í þeim efnum. En ekkert mál kemst þó nálægt þessu máli hvað varðar tafir; undarleg svör eða svaraleysi og svo sú sérkennilega staðreynd að einhverra hluta vegna virðist félagsmálaráðuneytið forðast að veita upplýsingar um hverjir hafi keypt eignir, hverjir hafi fengið að kaupa eignir af þessari opinberu stofnun.

Hvers vegna, virðulegur forseti? Hver getur verið ástæðan fyrir því? Ég tala nú ekki um núna þegar málið hefur komið til kasta Persónuverndar og hún hefur lýst hlutleysi í því og þar með í raun heimilað birtinguna.

Við hljótum að fara fram á svör frá forseta um hvað valdi þessum töfum og að forseti beiti sér fyrir því að bragarbót verði gerð á þessu strax.