149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

svar við fyrirspurn.

[13:39]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég kem hérna upp til að taka undir að það væri gott ef forseti skýrði þetta mál. Mér vitanlega er fyrirspyrjandi málsins í forsætisnefnd og hefur þar af leiðandi haft aðgang að þeim upplýsingum að þessar upplýsingar hafi borist félagsmálaráðuneytinu á tilskildum tíma en einmitt ekki fengið birtingu vegna þess að þingið er ekki visst um hvort það megi birta þær. Þess vegna væri kannski ágætt, í stað þess að taka þessa rullu hér, að í forsætisnefndinni yrði tekin afstaða til þess með hvaða hætti væri hægt að birta upplýsingarnar sem hafa komið frá félagsmálaráðuneytinu fyrir löngu síðan. Ég veit að félagsmálaráðherra hefur mikinn vilja til að birta allar þær upplýsingar sem hægt er að birta.