149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2018.

449. mál
[14:51]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þarna er um að ræða tvíhliða samning við Færeyinga. Við höfum verið í samningum við þá, þ.e. verið með tvíhliða samninga. Síðan var komin slagsíða á þann samning og komin upp frekar leiðinleg staða sem nú er búið að leysa. Það er vinna sem við þurfum alltaf að halda áfram. Færeyingar eru uppáhaldsfrændur okkar og við þurfum að vera í góðu sambandi við þá. En þegar maður á í viðskiptum við uppáhaldsfrændur sína og fjölskyldumeðlimi er manni stundum vandi á höndum því að tilfinningarnar eru miklar.