149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

314. mál
[14:56]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er ætlunin að setja ný heildarlög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Við höfum auðvitað ekki staðið okkur nógu vel í þessu frekar en mörgu öðru [Hlátur í þingsal.] og nú er svo komið að við erum nánast á svörtum lista. Þess vegna liggur mjög á því að þetta mál verði afgreitt. Hér er verið að innleiða fjórðu tilskipun Evrópusambandsins, peningaþvættistilskipunina, með nokkrum ákvæðum úr þeirri fimmtu, sem hefur að vísu ekki tekið gildi. Það er nauðsynlegt svo orðstír okkar í útlöndum og á alþjóðavettvangi bíði ekki meiri hnekki en þegar er orðið. [Hlátur í þingsal.]