149. löggjafarþing — 50. fundur,  13. des. 2018.

umboðsmaður Alþingis.

235. mál
[15:05]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Ég fór yfir það við 2. umr. hversu mikilvægt mál væri hér á ferð og þakkaði hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar sem ég held að það sé í undantekningartilvikum sem einhver kemur í pontu sérstaklega til að hrósa þeim sem situr hér fyrir aftan mig, hæstv. forseta Alþingis, ætla ég að leyfa mér að gera það núna og þakka hæstv. forseta, sem er 1. flutningsmaður þessa mikilvæga máls. Við eigum líka að vera dugleg við að þakka fyrir það sem vel er gert. Hér hefur verið vasklega að verki staðið varðandi þetta mál og ég ítreka: Ég er stoltur af því að fá að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og gera þetta frumvarp að lögum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)